Er íslam lykillinn að sanngjörnu samfélagi?

8. september 2015 

Er íslam lykillinn að sanngjörnu samfélagi? Orðræða um kynjajafnrétti í Katar við Arabíuflóa

 Í fyrsta fyrirlestri MARK á haustönn 2015 ríður Guðrún Margrét Guðmundsdóttir doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands á vaðið og talar um stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum, sem óhætt er að fullyrða að hafi verið afar umdeild á Vesturlöndum og sýnist þar sitt hverjum. Guðrún Margrét er nýkomin af vettvangi frá hinu auðuga smáríki Katar við Arabíuflóa, þar sem hún dvaldi við rannsóknir í fimm mánuði. Viðfangsefni Guðrúnar Margrétar er kvenfrelsisbarátta og hugmyndir innfæddra kvenna um réttlátt samfélag. Óhætt er að fullyrða að staða þessarra kvenna er mótsagnarkennd, þar sem þær eru í senn undirokaðar en jafnframt forréttindahópur. Í erindinu varpar Guðrún Margrét ljósi á stöðu þessara kvenna og segir jafnframt fá upplifun sinni og reynslu af vettvangi í Katar.

Staður og stund:  Miðvikudagur 9. september,  kl. 12 -13   –  Háskóli Íslands, Gimli stofa 102

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is