"Ég er sjálfstæð og frökk" Ímyndir kvenleika í íslenskum samtíma

26. október 2015. 

Ímynd íslenskra kvenna er umfjöllunarefni fyrirlestrar MARK þann 28. október n.k. Ímynd íslenskra kvenna hefur verið samofin hugmyndum um jafnrétti og sjálfstæði. Þannig hefur verið vísað í ímynd íslenskra kvenna sem sönnun þess að kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samtímans og henni jafnvel verið teflt fram sem fyrirmynd á alþjóðavettvngi. Í erindinu reifar Guðný Gústafsdóttir nokkrar kvenleikahugmyndir sem voru dregnar upp og haldið var á lofti í vinsælum tímaritum á árunum 1980-2000 og mátar þær við ímyndina. Stenst ímyndin nánari skoðun?

Guðný Gústafsdóttir er doktorsnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er með MA-próf í kynjafræði frá sama skóla og enn fremur með BA-próf í bókmenntafræði frá frá Alberts Ludwig Universität i Freiburg og BA-próf í félagsfræði frá Freie Universität Berlin.

Fyrirlesturinn er í stofu 102 í Gimli, Háskóla Íslands og stendur frá kl. 12-13. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is