Feminismi og loftslagsbreytingar: Áhrif ríkjandi gilda á stefnumörkun í loftslagsmálum

6 október 2015

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt stærsta viðfangsefni samtímans um það áleitna viðfangsefni ætlar Auður H Ingólfsdóttir að fjalla í fyrirlestri sínum og hver áhrif ríkjandi gilda eru þegar kemur að viðbrögðum samfélagsins við þeirri ógn sem felst í loftslagsbreytingum. Stefnumótun á Íslandi verður skoðuð og þau ríkjandi sjónarmið sem þar birtast mátuð við fræðilega umræðu um hvernig karllæg og kvenlæg gildi birtast í orðræðu og stefnumótun. Stuðst verður við gögn úr viðtalsrannsókn, ræðum stjórnmálamanna og stefnumótunarskjölum þar sem loftslagsbreytingar ber á góma.

Fyrirlesari: Auður H Ingólfsdóttir er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og University of Lapland (Finnlandi) og lektor við Háskólann á Bifröst. Auður er jafnframt með M.A. gráðu  í alþjóðasamskiptum, diplómu í hagnýtri fjölmiðlun og B.A. gráðu í alþjóðafræðum. 

Staður og stund:  Miðvikudagur 7. október, kl. 12 -13 – Gimli stofa 102 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is