Í leit að skjölum kvenna

29. september 2015

Í leit að skjölum kvenna 

Í fyrirlestri MARK sem haldinn verður miðvikudagin 30. september verður skyggnst í skjala og handritasöfn íslenskra kvenna. Við undirbúning hátíðahalda vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi kom berlega í ljós hversu mjög skortir á skjöl og aðrar heimildir um líf og störf kvenna á Íslandi. Skjalasöfnin í landinu hafa hleypt af stokkum átaki í því skyni að að safna skjölum kvenna og hvatt landsmenn til að stuðla að varðveislu þeirra með því að koma þeim í örugga geymslu. Svanhildur Bogadóttir doktorsnemi í upplýsingarfræðum rannsakar samsetningu þeirra einkaskjalasafna einstaklinga sem berast á skjalasöfnin og mögulegar ástæður þess að færri skjalasöfn kvenna eru varðveitt á söfnum. Í erindi sínu mun Svanhildur Bogadóttir fjalla um hvernig líf og saga kvenna endurspeglast í opinberum skjölum og um mikilvægi þess að taka höndum saman um að varðveita þær heimildir sem felast í skjölum kvenna.

Svanhildur Bogadóttir er með MA gráðu frá New York University í sagnfræði og MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Den Haag í Hollandi. Hún vinnur að doktorsritgerð um konur og skjalasöfn. Hún hefur verið borgarskjalavörður í Reykjavík frá árinu 1987.

Staður og stund:, Háskóli Íslands, Gimli, stofa 102, 30.september kl. 12-13 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is