Kynverund ungra kvenna

12.október 2015

Kynverund ungra kvenna er eitthvað sem flestir hafa skoðun á. Hvernig þær eigi að líta út, hegða sér og koma fyrir. Þrátt fyrir að á Íslandi sé „mest jafnrétti í heiminum“, er kynverund íslenskra kvenna ekki undanskilin þessu eftirliti. Í fyrirlestri sínum greinir Ásta Jóhannsdóttir doktorsnemi í félagsfræði frá reynslu ungra reykvískra kvenna af kynverund sinni. Hvað þær sjái sem áhrifavalda á kynverund sína og hvernig þær sjái kynverund annara kvenna fyrir sér.

Það er margt sem hefur áhrif á kynverund ungra kvenna og hvernig þær upplifa sjálfan sig og jafnaldra sína, sem dæmi líkaminn, líkamshár, útlit og „drusluskömm“ svo eitthvað sé nefnt. Þær upplifa mikið eftirlit með kynverund sinni, bæði frá sjálfum sér og samfélaginu. Sjálfsöryggi hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til að ögra eftirlitinu og þær líta á sjálfsöryggi sem mjög eftirsóknarverðan eiginleika.

Staður og stund: Miðvikudagur 14. október,  kl. 12 -13   – Gimli stofa 102 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is