Siðferðileg álitamál í rannsóknum meðal hælisleitanda og flóttafólks

29. október 2015

Málefni fólks sem leitar alþjóðlegrar verndar eru í hámælum þessa dagana. Mikill áhugi er á hvernig nýta megi þekkingu sérfræðinga og fræðimanna á málaflokknum á sem gagnlegastan hátt. Siðferði,valdastaða rannsakanda og hin átakanlegu tilfinningamál sem oft koma upp í langtíma rannsóknum meðal þessa viðkvæma hóps hafa hins vegar lítið verið könnuð. Í erindi sínu  Aktivismi, aðgengi og kyngervi rannsakanda: Hugleiðingar um siðferðisleg álitamál í rannsóknum meðal hælisleitanda og flóttafólks mun Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði segja frá reynslu sinn og  hugleiðingum varðandi skörun á forréttindastöðu rannsakanda og viðfanga í rannsókn sinni á tilveru ungra flóttakarla meðal anarkista í Aþenu, Grikklandi, þar sem hún hefur dvalið við rannsóknir.  Árdís Kristín Ingvarsdóttir er doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, hún er með MA í mannfræði og diplómu í hnattrænu ferli, fólksflutningum og fjölmenningu frá sama skóla.

Fyrirlesturinn verður þann 4.nóvember, kl. 12-13 í stofu 102 í Gimli, Háskóla Íslands. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is