Sjálfbærni og jafnrétti kynslóðanna

5. október 2015

Umhverfis- og jafnréttismál hafa lengi verið Andra Snæ Magnasyni rithöfundi, hugleikin. Í nýlegu ljóði skrifar hann ,,Ég er ekki 70% vatn, ég er 95% olía". Það er staðreynd, að líf okkar og lífsgæði stafar af því að okkur tókst að finna leið til að innleysa milljónir ára af sólskini í formi olíu og nýta okkur til hagsbóta. En nú virðist komið í ljós að þessi aðferð gagnast aðeins einni til tveimur kynslóðum en getur komið rækilega niður á kynslóðum framtíðar. Í fyrirlestri sínum veltir Andri fyrir sér tímahugtakinu, hvort við getum hugsað um sjálfbærni sem jafnrétti kynslóðanna og hvort við séum yfirleitt fær um að hugsa 20 ár fram í tímann, 40 ára - hvað þá hundrað ár, sem er þó mögulegur líftími þeirra barna sem fæðast í dag. Andri Snær mun reifa þessar áleitnu áskoranir í fyrirlestri sínum sem haldinn er á vegum MARK og Jafnréttisdaga HÍ. 

Staður og stund:  Miðvikudagur 7. október, kl. 20  – Háskólatorg

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is