Þjónusta við ung fötluð börn á Íslandi í ljósi félagslegra tengslakenninga

9.október 2015

Þann 11.nóvember n.k. kynnir Jóna G. Ingólfsdóttir yfirstandandi doktorsrannsókn sína á fyrirlestri hjá MARK. Rannsókn Jónu lýtur að velferðarþjónustunni eins og hún birtist fjölskyldum fatlaðra barna. Um er að ræða eigindlega fjöltilvikarannsókn sem gerð var á þremur stöðum á landinu. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar um þá þjónustu sem veitt er ungum fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra á Íslandi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að margt sé vel gert innan þjónustukerfisins en að það sé sundurlaust og þarfnist innbyrðis samræmingar og samhæfingar.

Jóna G. Ingólfsdóttir M.Ed í uppeldis og menntunarfræði og doktorsnemi í fötlunarfræðum starfar sem aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ. Sérsvið Jónu lýtur að fötluðum börnum, óhefðbundnum tjáskiptaleiðum og fjölskyldumiðaðri þjónustu.

Fyrirlesturinn er haldinn kl. 12-13 í stofu 102 í Gimli Háskóla Íslands. 

Allir velkomnir 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is