MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna var stofnuð þann 21. janúar 2011. Frá upphafi hefur MARK haldið úti reglubundnum fyrirlestrum og tekið þátt í ýmsum samstarfsverefnum. MARK er starfrækt á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
MARK er vettvangur rannsókna og fræðslu á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða í víðum skilningi. Í reglum MARK segir m.a. að hlutverk og markmið miðstöðvarinnar sé að:
- sinna og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og
- margbreytileikafræða í víðum skilningi,
- stuðla að samstarfi við innlent og erlent fræðafólk og rannsóknastofnanir á fræðasviðinu,
- veita nemum aðstöðu og þjálfun til rannsóknastarfa á fræðasviðinu með verkefnum á
- vegum miðstöðvarinnar,
- efla tengsl rannsókna og kennslu á fræðasviðinu,
- sinna ráðgjöf og rannsóknatengdum þjónustuverkefnum á fræðasviðinu,
- efla yfirsýn yfir fræðasviðið, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna með útgáfu,
- fyrirlestrum, fræðslufundum, málþingum og ráðstefnum,
- stuðla að marktækri og markvissri stefnumótun, umræðu og framþróun á sviðinu í samstarfi
- við opinbera aðila, atvinnulíf og þjóðlíf.
Reglur MARK (pdf)